Leyfðu okkur hjá Eldhúsferðum að sérmatreiða ógleymanlega ferð fyrir hópinn þinn.
Hópferðir - Fyrirtæki - Tónlistarhópar - Félagasamtök - Íþróttafélög - Saumaklúbbar
Við hjá Eldhúsferðum leggjum metnað okkar í að hóparnir okkar njóti þess besta sem viðkomandi svæði hefur upp á að bjóða í gistingu, afþreyingu, mat og drykk. Hvort sem um er að ræða fyrirtæki, tónlistarhópa, félagasamtök, íþróttafélög, útskriftarhópa eða einfaldlega saumaklúbbinn þinn þá láttu okkur sjá um að skipuleggja ferðina ykkar. Okkar markmið er að hver og einn fái sem mest fyrir peningana sína með því að skipta við okkur. Við leggjum metnað okkar í að matreiða okkar ferðir af nákvæmni svo viðskiptavinir okkar geti notið þess að ferðast með okkur. Það eina sem hópurinn þinn þarf að gera er að hafa samband við okkur hjá Eldhúsferðum á tólvupóstfang okkar sala@eldhusferdir.is
Árshátíðarferðir - Hópefli
Við stofnendur ferðaskrifstofunar Eldhúsferða höfum starfað sem klassískir söngvarar og viðburðarskipuleggjendur í Evrópu um árabil. Þessi grunnur okkar gerir það að verkum að það eru fáir færari en við til þess að skipuleggja hina fullkomnu árshátíð erlendis fyrir starfsmannafélagið þitt. Við hjá Eldhúsferðum skipuleggjum ennfremur hópeflisferðir, gerðar til þess að styrkja og efla starfsmenn fyrirtækja. Það eina sem hópurinn þinn þarf að gera er að hafa samband við okkur hjá Eldhúsferðum á tólvupóstfang okkar [email protected]