Ítölsku Alparnir - Dólómítafjöllin
|
ÍTÖLSKU ALPARNIR – DÓLÓMÍTAFJÖLLIN
Gönguferð í Suður Tíról, Ítalíu - Ganga í Dólómítunum með fjallaskála- og hótelgistingu
Stórkostleg og fjölbreytt ganga í gegnum nokkrar af glæsilegustu fjallaþyrpingum Dólómítanna, Schlern, Seiser Alm, um ægifagrar fjallahlíðar Langkofel-fjallaþyrpingarinnar og hrjóstrugar hásléttur Sella til fjallaþorpsins Corvara, frá heillandi Fanes-þjóðgarðinum og Tofana til Cortina. Gengið er í gengum Dólómítana frá vestri til austurs í um 2000 metra hæð yfir sjávarmáli með einstaka hækkun upp í 3000 metrana. Ferðin býður upp á magnað útsýni. Skemmtilegur þverskurður af mismunandi menningarsamfélögum þar sem ýmist er gengið í gengum þýsku- , ítölsku- eða ladinmælandi svæði. Næturgisting á góðum hótelum og í notalegum fjallaskálum og frábær matur! Farangurinn fluttur á milli svæða í bíl svo hægt er að ganga með léttan bakpoka til þess að auka enn meir á þægindi göngufólksins. Ganga og njóta eru kjörorð þessarar ferðar!
Fjalla- og gönguleiðsögufólkið er allt heimafólk sem þekkir svæðið sitt og náttúruna vel og með öll tilskilin vottorð og leyfi og talar mjög góða ensku, þýsku og ítölsku.
GÖNGULÝSING
1. dagur: Ísland – München – Völs
Flogið til München með Icelandair. Frá München er keyrt niður Brennerskarðið og til Völs í Suður Tíról á Ítalíu. Um kl. 18 er komið á Hotel Rose Wenzer*** þar sem hópurinn gistir og hittir gönguleiðsögumanninn sinn sem fer yfir ferðina og eins búnað göngufólksins. Kvöldverður á hótelinu.
2. dagur: Lagt af stað frá Schlern.
Keyrt til Seiser Alm þaðan sem gengið er til Schlern. Gengið yfir Schlern-hryggina og þaðan notaleg ganga yfir til Tierser Alpl-fjallaskálans (2550m), þar sem gist verður næstu nótt og skálavörðurinn ber kræsingar á borð.
↑ 900m ↓ 400m. Gögnulengd: 5 klst.
3. dagur: Seiser Alm – Plattkofel
Gengið eftir “Panorama-Steig” stígnum undir Plattkofel og til Sella-fjallaþyrpingarinnar. Eftir getu er svo prílað upp á Plattkofel toppinn (2965m). Þaðan liggur svo leiðin niður á við og í Ladínsku Dólómítana, til Friedrich August-fjallakofans(2300m) þar sem gist verður.
↑950 m ↓1150 m. Göngulengd: 6 og hálf klst.
4. dagur: Sella
Um morguninn er ekið til Pordoi Joch-skarðsins. Ýmist með fjallakláf eða gangandi er haldið upp á Sass Pordoi- fjallið(2980m). Þaðan er gengið til Piz Boé (3150m), en þaðan er hreint stórkostlegt útsýni yfir alla helstu tinda Dólómítanna. Hér fer þó gangan algjörlega eftir ástandi og vilja göngufólksins. Þá liggur leiðin niður á við og til Campolongo Pass-skarðsins (1860m). Þar bíður bíllinn eftir hópnum og flytur hann til Hotel Gran Paradiso fährt. Þar fær göngufólk að gæða sér á eðal ladínskri eldamennsku.
↑300 m ↓1290 m. Göngulengd: 5 klst.
5. dagur: Fanes Alparnir.
Frá Capanna Alpina (1726 m) liggur leiðin til Scottoni-fjallaskálans. Á fótinn liggur leiðin eftir gömlum stríðsvegi og til Le de Lagacio og der Forcia de Lech (2486 m). Við augum blasir þá Fanes Alm-þorpið (2102 m) þar sem hópurinn hvílir lúin bein. Þaðan er gengið að Limo See-vatninu og upp í Limo Joch-skarðið (2172 m) og þá niður að náttstaðnum, Fanes Hütte (2060 m). Þar bíður Petra, skálavörðurinn hópsins með hressandi fordrykk.
↑600 m ↓300 m. Göngulengd: 4 og hálf klst.
6. dagur: Fanestal – Cortina.
Í dag verður gengið niður Fanestal-dalinn: Viltir lækir og fossar. Þá er farið til Cortina-þorpsins, ýmist með bíl eða gangandi, og þorpið skoðað. Farið með bíl frá Cortina til Völs og á Hotel Rose Wenzer.
↑150 m ↓1050 m. Göngulengd: ca. 5 og hálf klst.
7. dagur: Frjáls dagur.
Hér geta þeir sem vilja gengið um á Völs-svæðinu eða þá skroppið til Bolzano/Bozen höfuðborgar Suður Tíról, lítil og skemmtileg borg á stærð við Reykjavík í mannfjölda, en með gamlan og fallegan miðbæ frá miðöldum (almenningssamgöngur-strætó á 30 mín. fresti) Óski allur hópurinn eftir að fara til Bolzano er hægt að bóka smárútu fyrir hópinn í gengum Eldhúsferðir.
8. dagur: Brottför
Árla morguns, eftir morgunmat, rúta til München og flug til Íslands.
SKILYRÐI:
Göngufólk þarf að vera í góðu ásigkomulagi og fótvisst og geta gengið í 5 – 6 klst. með um 1000m hæðamismun.
Göngufatnaður, gönguskór, regnfatnaður, sólaráburður og Aftersun, léttur bakpoki, drykkjarflaska, náttfatnaður, snyrtiveski, handklæði, lítið fyrstu hjálpar-sett, blöðruplástrar, smá snarl, eyrnatappar. Í skálunum er ekki tekið við kortum, einungis seðlum og mynt svo best er að hafa lausafé á sér.
ATH. !
Ekki er gengið stöðugt allann tímann, það eru teknar góðar hvíldir inn á milli og gönguleiðsögumenn haga hraða göngunnar eftir getu hópsins.
Einungis er gengið með léttan bakpoka þar sem megnið af farangrinum er fluttur á milli hótela og skála með bíl.
Í fjallaskálunum er:
Aðstaða til að þvo (þvottavélar) og þurrka föt, svo það á að nægja að vera með góðan léttan göngufatnað sem auðvelt er að þvo og þurrka.
Sturtur, þarf að nota mynt í þær (evrur)
Uppbúin rúm með ýmist sængum eða svefnpokum (allt hreint og snyrtilegt) svo fólk þarf ekki að taka með sér svefnpoka í gönguna.
Hádegisverð, snarl og drykki til að hafa með á göngunni er hægt að kaupa á leiðinni, passað er upp á það að vera í fjallaskálum eða þorpum á hádegi og þar sem fólk getur þá fengið sér hádegisverð að eigin vali á eigin kostnað.
Fjallaleiðsögufólk áskilur sér rétt til að breyta ferðatilhögun m.a. af öryggisástæðum og vegna veðurs komi til þess.
Innifalið í verði:
· Flug til og frá München
· Rúta til og frá flugvelli
· 4 nætur í hálfu fæði á 3ja og 4ra stjörnu hótelum í 2ja manna herbergjum (salerni, sturta, sjónvarp)
· 3 nætur í hálfu fæði í fjallaskálum, gist í gistirýmum með fleirum
(einhverjir skálarnir eru þó með 2ja manna herbergjum)
· Morgunmatur og kvöldmatur
· Flutningur á farangri
· Allar rútu- og bílferðir í ferðalýsingu (nema almenningssamgöngur)
· Öll fararstjórn og gönguleiðsögn með vottuðum fjalla- og gönguleiðsögufólki
· Skipulagning
Ekki innifalið í verði:
· Hádegisverður
· Drykkir
· Kláfar, söfn og almenningssamgöngur
Einhverjar spurningar? Hafðu þá samband á [email protected] eða í síma 8484712
Gönguferð í Suður Tíról, Ítalíu - Ganga í Dólómítunum með fjallaskála- og hótelgistingu
Stórkostleg og fjölbreytt ganga í gegnum nokkrar af glæsilegustu fjallaþyrpingum Dólómítanna, Schlern, Seiser Alm, um ægifagrar fjallahlíðar Langkofel-fjallaþyrpingarinnar og hrjóstrugar hásléttur Sella til fjallaþorpsins Corvara, frá heillandi Fanes-þjóðgarðinum og Tofana til Cortina. Gengið er í gengum Dólómítana frá vestri til austurs í um 2000 metra hæð yfir sjávarmáli með einstaka hækkun upp í 3000 metrana. Ferðin býður upp á magnað útsýni. Skemmtilegur þverskurður af mismunandi menningarsamfélögum þar sem ýmist er gengið í gengum þýsku- , ítölsku- eða ladinmælandi svæði. Næturgisting á góðum hótelum og í notalegum fjallaskálum og frábær matur! Farangurinn fluttur á milli svæða í bíl svo hægt er að ganga með léttan bakpoka til þess að auka enn meir á þægindi göngufólksins. Ganga og njóta eru kjörorð þessarar ferðar!
Fjalla- og gönguleiðsögufólkið er allt heimafólk sem þekkir svæðið sitt og náttúruna vel og með öll tilskilin vottorð og leyfi og talar mjög góða ensku, þýsku og ítölsku.
GÖNGULÝSING
1. dagur: Ísland – München – Völs
Flogið til München með Icelandair. Frá München er keyrt niður Brennerskarðið og til Völs í Suður Tíról á Ítalíu. Um kl. 18 er komið á Hotel Rose Wenzer*** þar sem hópurinn gistir og hittir gönguleiðsögumanninn sinn sem fer yfir ferðina og eins búnað göngufólksins. Kvöldverður á hótelinu.
2. dagur: Lagt af stað frá Schlern.
Keyrt til Seiser Alm þaðan sem gengið er til Schlern. Gengið yfir Schlern-hryggina og þaðan notaleg ganga yfir til Tierser Alpl-fjallaskálans (2550m), þar sem gist verður næstu nótt og skálavörðurinn ber kræsingar á borð.
↑ 900m ↓ 400m. Gögnulengd: 5 klst.
3. dagur: Seiser Alm – Plattkofel
Gengið eftir “Panorama-Steig” stígnum undir Plattkofel og til Sella-fjallaþyrpingarinnar. Eftir getu er svo prílað upp á Plattkofel toppinn (2965m). Þaðan liggur svo leiðin niður á við og í Ladínsku Dólómítana, til Friedrich August-fjallakofans(2300m) þar sem gist verður.
↑950 m ↓1150 m. Göngulengd: 6 og hálf klst.
4. dagur: Sella
Um morguninn er ekið til Pordoi Joch-skarðsins. Ýmist með fjallakláf eða gangandi er haldið upp á Sass Pordoi- fjallið(2980m). Þaðan er gengið til Piz Boé (3150m), en þaðan er hreint stórkostlegt útsýni yfir alla helstu tinda Dólómítanna. Hér fer þó gangan algjörlega eftir ástandi og vilja göngufólksins. Þá liggur leiðin niður á við og til Campolongo Pass-skarðsins (1860m). Þar bíður bíllinn eftir hópnum og flytur hann til Hotel Gran Paradiso fährt. Þar fær göngufólk að gæða sér á eðal ladínskri eldamennsku.
↑300 m ↓1290 m. Göngulengd: 5 klst.
5. dagur: Fanes Alparnir.
Frá Capanna Alpina (1726 m) liggur leiðin til Scottoni-fjallaskálans. Á fótinn liggur leiðin eftir gömlum stríðsvegi og til Le de Lagacio og der Forcia de Lech (2486 m). Við augum blasir þá Fanes Alm-þorpið (2102 m) þar sem hópurinn hvílir lúin bein. Þaðan er gengið að Limo See-vatninu og upp í Limo Joch-skarðið (2172 m) og þá niður að náttstaðnum, Fanes Hütte (2060 m). Þar bíður Petra, skálavörðurinn hópsins með hressandi fordrykk.
↑600 m ↓300 m. Göngulengd: 4 og hálf klst.
6. dagur: Fanestal – Cortina.
Í dag verður gengið niður Fanestal-dalinn: Viltir lækir og fossar. Þá er farið til Cortina-þorpsins, ýmist með bíl eða gangandi, og þorpið skoðað. Farið með bíl frá Cortina til Völs og á Hotel Rose Wenzer.
↑150 m ↓1050 m. Göngulengd: ca. 5 og hálf klst.
7. dagur: Frjáls dagur.
Hér geta þeir sem vilja gengið um á Völs-svæðinu eða þá skroppið til Bolzano/Bozen höfuðborgar Suður Tíról, lítil og skemmtileg borg á stærð við Reykjavík í mannfjölda, en með gamlan og fallegan miðbæ frá miðöldum (almenningssamgöngur-strætó á 30 mín. fresti) Óski allur hópurinn eftir að fara til Bolzano er hægt að bóka smárútu fyrir hópinn í gengum Eldhúsferðir.
8. dagur: Brottför
Árla morguns, eftir morgunmat, rúta til München og flug til Íslands.
SKILYRÐI:
Göngufólk þarf að vera í góðu ásigkomulagi og fótvisst og geta gengið í 5 – 6 klst. með um 1000m hæðamismun.
Göngufatnaður, gönguskór, regnfatnaður, sólaráburður og Aftersun, léttur bakpoki, drykkjarflaska, náttfatnaður, snyrtiveski, handklæði, lítið fyrstu hjálpar-sett, blöðruplástrar, smá snarl, eyrnatappar. Í skálunum er ekki tekið við kortum, einungis seðlum og mynt svo best er að hafa lausafé á sér.
ATH. !
Ekki er gengið stöðugt allann tímann, það eru teknar góðar hvíldir inn á milli og gönguleiðsögumenn haga hraða göngunnar eftir getu hópsins.
Einungis er gengið með léttan bakpoka þar sem megnið af farangrinum er fluttur á milli hótela og skála með bíl.
Í fjallaskálunum er:
Aðstaða til að þvo (þvottavélar) og þurrka föt, svo það á að nægja að vera með góðan léttan göngufatnað sem auðvelt er að þvo og þurrka.
Sturtur, þarf að nota mynt í þær (evrur)
Uppbúin rúm með ýmist sængum eða svefnpokum (allt hreint og snyrtilegt) svo fólk þarf ekki að taka með sér svefnpoka í gönguna.
Hádegisverð, snarl og drykki til að hafa með á göngunni er hægt að kaupa á leiðinni, passað er upp á það að vera í fjallaskálum eða þorpum á hádegi og þar sem fólk getur þá fengið sér hádegisverð að eigin vali á eigin kostnað.
Fjallaleiðsögufólk áskilur sér rétt til að breyta ferðatilhögun m.a. af öryggisástæðum og vegna veðurs komi til þess.
Innifalið í verði:
· Flug til og frá München
· Rúta til og frá flugvelli
· 4 nætur í hálfu fæði á 3ja og 4ra stjörnu hótelum í 2ja manna herbergjum (salerni, sturta, sjónvarp)
· 3 nætur í hálfu fæði í fjallaskálum, gist í gistirýmum með fleirum
(einhverjir skálarnir eru þó með 2ja manna herbergjum)
· Morgunmatur og kvöldmatur
· Flutningur á farangri
· Allar rútu- og bílferðir í ferðalýsingu (nema almenningssamgöngur)
· Öll fararstjórn og gönguleiðsögn með vottuðum fjalla- og gönguleiðsögufólki
· Skipulagning
Ekki innifalið í verði:
· Hádegisverður
· Drykkir
· Kláfar, söfn og almenningssamgöngur
Einhverjar spurningar? Hafðu þá samband á [email protected] eða í síma 8484712