Ferðaskrifstofan Eldhúsferðir Cucina Travel var stofnuð árið 2013 við eldhúsborðið heima hjá okkur í Bolzano þar sem við vorum við það að klára mastersprófin okkar í söng. Þaðan kemur þetta skemmtilega nafn, Eldhúsferðir, því hugmyndin að þessu ævintýri mætti á eldhúsborðið, var rædd við eldhúsborð út á Álftanesi hjá fyrstu ferðalöngunum, Kór Álftaneskirkju og síðan þá hafa margskonar ferðir verið séreldaðar í eldhúsinu fyrir allskonar hópa. Við byrjuðum að taka á móti kórum og tónlistarhópum, svo bættust við gönguferðir, hjólaferðir, matarferðir, endurmenntunarferðir og listinn er orðinn langur! Síðan þá hefur litla fyrirtækið okkar stækkað og erum við nú búin að taka á móti fjöldan öllum af fólki og farið með það um allan heim.
Hugsum með hlýhug til allra þeirra sem hafa ferðast með okkur þessi ár, þið eruð farin að hlaupa á þúsundum og þökkum kærlega öllum þeim sem hafa treyst okkur til að skipuleggja ferðir fyrir sig og hópana sína, eigum marga og góða fasta viðskiptavini sem alltaf er gaman að vinna ferðir með og hlökkum alltaf til að taka á móti nýjum viðskiptavinum og dekra við þá. Það er svo skemmtilegt að ferðast! Bestu kveðjur, Jóna Fanney og Erlendur Þór |