Ítölsku Alparnir -Rósagarðurinn (Rosengarten/Dolomiten)
Gönguferð í Suður Tíról, Ítalíu
7 gistinætur
Ferðalýsing:
ÍTÖLSKU ALPARNIR – Rósagarðurinn
Gönguferð í Suður Tíról, Ítalíu- Ganga í Rósagarðinum með fjallaskála- og hótelgistingu
Rósagarðurinn er fegursta fjallaþyrping Alpanna og hefur ætíð heillað „fjallarómantíkerana“. Berangursleg fjöllin eru umvafin sögu og dulúð þar sem Vajolet-tindarnir teygja sig upp í himinblámann í veröld sem er töfrum lýkust. Þessi létta ganga býður náttúruunnendum upp á allt sem þeir geta óskað sér: fagurgræn engi og hrjóstrugar fjallshlíðar bjóða göngufólki upp á fjölbreytni allan tímann. Í hlíðum Rósagarðsins bjó dvergakóngurinn Lárin og vann góðmálma úr fjöllunum ásamt dvergum sínum en fallegastur var þó rósagarðurinn hans sem allir höfðu dálæti á...hvernig sú saga endaði er eitthvað sem göngufólk fær áreiðanlega að heyra á leiðinni.
Þessi gönguferð býður upp á einstaka náttúruupplifun, sérstaklega fyrir Íslendinginn og notalega göngu og útivist. Gengið er úr einum fjallaskála í annann og gist. Skálarnir eru ákaflega notalegir og vel útbúnir, fallega innréttaðir að hætti heimamanna með við í hólf og gólf. Þessi háfjallagisting svíkur engan sem elskar kyrrð og náttúrufegurð. Fyrir þá sem hafa áhuga á góðum mat og prófa eittthvað nýtt í þeim efnum þá býður þessi ferð bragðlaukunum einnig upp á fjölbreytta skemmtun þar sem blandast saman þýsk, ítölsk og ladínsk matargerðarlist – hinir hefðbundnu Suður Tírólsku réttir gleðja og seðja.
Fjalla- og gönguleiðsögufólkið er allt heimafólk sem þekkir svæðið sitt og náttúruna vel, er með öll tilskilin vottorð og leyfi og talar mjög góða ensku, þýsku og ítölsku.
GÖNGULÝSING
1. dagur: Tiers
Flogið til München með Icelandair. Frá München er keyrt niður Brennerskarðið og til Tiers í Suður Tíról á Ítalíu. Gisting og kvöldverður á Hotel Vajolet***.
2. dagur: Felsegg und Tschafon
Haldið er af stað fótgangandi frá hótelinu og inn í þjóðgarðinn “Rosengarten Schlern”. Gengið er eftir skógarstíg til Wun Leger. Á leiðinni má sjá Rósagarðinn speiglast í Brandweiher-vatninu. Því næst er komið til Felsegg og Schönblick. Þaðan er gengið upp til Tschafon í Angriff. Hér við Taschafon-fjallaskálann sleppum við bakpokanum og þeir sem vilja geta klifið hamravegginn. Næturgisting í Schutzhaus Tschafon-fjallaskálanum.
Hækkun: 1030 m, lækkun: 550 m, göngutími: 4 klst
3. dagur: Teufelsschlucht und Thomas Tal
Gengið “norður og niður” Via Alpina-leiðina og í 1500m er gengið upp brattann að minningarkrossi Peter Frag. Þaðan er haldið yfir brýrnar í Teufelsschlucht (Djöflaskarði) og til Sessel Schwaige. Eftir verðskuldaða hvíld fylgir hópurinn stígnum til Thomas Tal, þaðan sem leiðin liggur til Kassian Kirchlein. Þaðan er stutt til næsta næturstaðar,Schlernhaus-fjallaskálans.
Hækkun: 950 m, lækkun: 550 m, göngutími: 4 klst.
4. dagur: Schlern
Fjallahryggir Schlern-fjallsins bjóða göngufólki upp á dæmigerða háfjallaleið með þvílíku útsýni til beggja handa að það verður ekki útskýrt nema upplifa það með eigin augum. Eftir að hafa náð til Roterdspitze liggur leiðin eftir Serpentinenweg (Snákastíg) til Tierser Alpl-fjallaskálans. Þaðan er haldið niður hlíðina til Schneiden og sem leið liggur til Plattkofel-fjallaskálans. Eftir hlykkjóttum stígum er svo haldið til Micheluzzi-fjallaskálans og gist þar um nóttina.
Hækkun: 250 m, lækkun: 850 m, göngutími: 4 og hálf klst.
5. dagur: Antermoia See
Eftir að hafa gengið eftir fjallaengjum Duron Tal-dalsins er komið inn í sjálfan Rósagarðinn en þaðan liggur leiðin áfram eftir engjunum og að Val di Dona. Nú er farið um grýtt landsvæði og til Antermoia Kessel að Antermoia See-vatninu og upp í Antermoia-skarðið (2770 m). Þaðan er haldið í gengum Grassleiten-skarðið og yfir í Vajolet-dalinn. Gist í Vajolet-fjallaskálanum.
Hækkun: 940 m, lækkun: 530 m, göngutími: 4 og hálf klst.
6. dagur: Rotwand - Hirzelsteig
Gegnið framhjá tröllslegum austurvegg Rósagarðsins. Eftir hlykkjóttum stígum er haldið upp í Tschigolade-skarðið (2550 m) og þaðan niður til Vaelkessel í Rotwand-skálann þar sem stoppað er hjá góðum vinum. Þá er farið yfir Hirzelsteig-stíginn og framhjá Christomannos Denkmal. Eftir jafnsléttunni er svo haldið í næsta náttstað, Kölner-fjallaskálann (2337 m).
Hækkun: 400 m, lækkun: 400 m, göngutími: 4 klst.
7. dagur: König Laurin Steig
Frá Kölner-skálanum er gengið eftir Mesner engjunum og á söguslóðum eftir hinum nýja König Laurin Steig-stíg sem leið liggur til Haniker Schwaige. Hér er staður og stund til þess að njóta þess að vera til í miðri náttúrunni. Þá liggur leiðin í gegnum Purgametschtal og heim á Hotel Vajolet.
Hækkun: 100 m, lækkun: 800 m, göngutími: 3 og hálf klst.
8. dagur: Brottför
Árlamorguns, eftir morgunmat, rúta til München og flug til Íslands.
SKILYRÐI:
Létt ganga, göngufólk þarf að vera í nokkuð góðu formi, geta gengið 3 tíma á dag án mikillar hvíldar.
Göngufatnaður, gönguskór, regnfatnaður, sólaráburður og Aftersun, léttur bakpoki, drykkjarflaska, náttfatnaður, snyrtiveski, handklæði, lítið fyrstu hjálpar-sett, blöðruplástrar, smá snarl, eyrnatappa. Í skálunum er ekki tekið við kortum, einungis seðlum og mynt svo best er að hafa lausafé á sér.
ATH. !
Ekki er gengið stöðugt allann tímann, það eru teknar góðar hvíldir inn á milli og gönguleiðsögumenn haga hraða göngunnar eftir getu hópsins.
Gengið með bakpoka sem tekur það sem fólk þarf fyrir 6 daga göngu. Ekki þarf að vera með svefnpoka með sér eða mikinn fatnað þar sem aðstaða til þvotta og þurrkunar er mjög góð í fjallaskálunum, þá þarf ekki að ganga með nesti með sér frekar en fólk vill, t.d. er stoppað í fjallaskálum á hádegi þar sem fólk getur keypt sér mat og drykki að eigin vild. Þó skildi taka með sér drykkjarföng. Ætli fólk sér að framlegja ferðina þá er aðstaða til að geyma farangur sem tilheyrir ekki göngunni á hótelinu, en gist er á sama hóteli fyrsta og síðasta daginn.
Í fjallaskálunum er:
Aðstaða til að þvo (þvottavélar) og þurrka föt, svo það á að nægja að vera með góðan léttan göngufatnað sem auðvelt er að þvo og þurrka.
Sturtur, þarf að nota mynt í þær (evrur)
Uppbúin rúm með ýmist sængum eða svefnpokum (allt hreint og snyrtilegt) svo fólk þarf ekki að taka með sér svefnpoka í gönguna.
Hádegisverð, snarl og drykki til að hafa með á göngunni er hægt að kaupa á leiðinni ýmist í fjallaskálunum eða þorpunum á leiðinni en passað er að vera á þeim stöðum á hádegi og þá getur fólk fengið sér hádegisverð að eigin vali á eigin kostnað.
Fjallaleiðsögufólk áskilur sér rétt til að breyta ferðatilhögun m.a. af öryggisástæðum og vegna veðurs komi til þess.
Innifalið í verði:
· Flug til og frá München
· Rúta til og frá flugvelli
· 2 nætur í hálfu fæði á 3ja stjörnu 2ja manna herbergjum (salerni, sturta, sjónvarp)
· 5 nætur í hálfu fæði í fjallaskálum, gist í gistirýmum með fleirum
(einhverjir skálarnir eru þó með 2ja manna herbergjum)
· Morgunmatur og kvöldmatur
· Allar rútu- og bílferðir sem nefndar eru í ferðalýsingu (nema almenningssamgöngur)
· Öll fararstjórn og gönguleiðsögn með vottuðu fjalla- og gönguleiðsögufólki
· Skipulagning
Ekki innifalið í verði:
· Hádegisverður
· Drykkir
· Kláfar, söfn og aðrar almenningssamgöngur
Einhverjar spurningar? Hafðu þá samband á [email protected] eða í síma 8484712
Gönguferð í Suður Tíról, Ítalíu- Ganga í Rósagarðinum með fjallaskála- og hótelgistingu
Rósagarðurinn er fegursta fjallaþyrping Alpanna og hefur ætíð heillað „fjallarómantíkerana“. Berangursleg fjöllin eru umvafin sögu og dulúð þar sem Vajolet-tindarnir teygja sig upp í himinblámann í veröld sem er töfrum lýkust. Þessi létta ganga býður náttúruunnendum upp á allt sem þeir geta óskað sér: fagurgræn engi og hrjóstrugar fjallshlíðar bjóða göngufólki upp á fjölbreytni allan tímann. Í hlíðum Rósagarðsins bjó dvergakóngurinn Lárin og vann góðmálma úr fjöllunum ásamt dvergum sínum en fallegastur var þó rósagarðurinn hans sem allir höfðu dálæti á...hvernig sú saga endaði er eitthvað sem göngufólk fær áreiðanlega að heyra á leiðinni.
Þessi gönguferð býður upp á einstaka náttúruupplifun, sérstaklega fyrir Íslendinginn og notalega göngu og útivist. Gengið er úr einum fjallaskála í annann og gist. Skálarnir eru ákaflega notalegir og vel útbúnir, fallega innréttaðir að hætti heimamanna með við í hólf og gólf. Þessi háfjallagisting svíkur engan sem elskar kyrrð og náttúrufegurð. Fyrir þá sem hafa áhuga á góðum mat og prófa eittthvað nýtt í þeim efnum þá býður þessi ferð bragðlaukunum einnig upp á fjölbreytta skemmtun þar sem blandast saman þýsk, ítölsk og ladínsk matargerðarlist – hinir hefðbundnu Suður Tírólsku réttir gleðja og seðja.
Fjalla- og gönguleiðsögufólkið er allt heimafólk sem þekkir svæðið sitt og náttúruna vel, er með öll tilskilin vottorð og leyfi og talar mjög góða ensku, þýsku og ítölsku.
GÖNGULÝSING
1. dagur: Tiers
Flogið til München með Icelandair. Frá München er keyrt niður Brennerskarðið og til Tiers í Suður Tíról á Ítalíu. Gisting og kvöldverður á Hotel Vajolet***.
2. dagur: Felsegg und Tschafon
Haldið er af stað fótgangandi frá hótelinu og inn í þjóðgarðinn “Rosengarten Schlern”. Gengið er eftir skógarstíg til Wun Leger. Á leiðinni má sjá Rósagarðinn speiglast í Brandweiher-vatninu. Því næst er komið til Felsegg og Schönblick. Þaðan er gengið upp til Tschafon í Angriff. Hér við Taschafon-fjallaskálann sleppum við bakpokanum og þeir sem vilja geta klifið hamravegginn. Næturgisting í Schutzhaus Tschafon-fjallaskálanum.
Hækkun: 1030 m, lækkun: 550 m, göngutími: 4 klst
3. dagur: Teufelsschlucht und Thomas Tal
Gengið “norður og niður” Via Alpina-leiðina og í 1500m er gengið upp brattann að minningarkrossi Peter Frag. Þaðan er haldið yfir brýrnar í Teufelsschlucht (Djöflaskarði) og til Sessel Schwaige. Eftir verðskuldaða hvíld fylgir hópurinn stígnum til Thomas Tal, þaðan sem leiðin liggur til Kassian Kirchlein. Þaðan er stutt til næsta næturstaðar,Schlernhaus-fjallaskálans.
Hækkun: 950 m, lækkun: 550 m, göngutími: 4 klst.
4. dagur: Schlern
Fjallahryggir Schlern-fjallsins bjóða göngufólki upp á dæmigerða háfjallaleið með þvílíku útsýni til beggja handa að það verður ekki útskýrt nema upplifa það með eigin augum. Eftir að hafa náð til Roterdspitze liggur leiðin eftir Serpentinenweg (Snákastíg) til Tierser Alpl-fjallaskálans. Þaðan er haldið niður hlíðina til Schneiden og sem leið liggur til Plattkofel-fjallaskálans. Eftir hlykkjóttum stígum er svo haldið til Micheluzzi-fjallaskálans og gist þar um nóttina.
Hækkun: 250 m, lækkun: 850 m, göngutími: 4 og hálf klst.
5. dagur: Antermoia See
Eftir að hafa gengið eftir fjallaengjum Duron Tal-dalsins er komið inn í sjálfan Rósagarðinn en þaðan liggur leiðin áfram eftir engjunum og að Val di Dona. Nú er farið um grýtt landsvæði og til Antermoia Kessel að Antermoia See-vatninu og upp í Antermoia-skarðið (2770 m). Þaðan er haldið í gengum Grassleiten-skarðið og yfir í Vajolet-dalinn. Gist í Vajolet-fjallaskálanum.
Hækkun: 940 m, lækkun: 530 m, göngutími: 4 og hálf klst.
6. dagur: Rotwand - Hirzelsteig
Gegnið framhjá tröllslegum austurvegg Rósagarðsins. Eftir hlykkjóttum stígum er haldið upp í Tschigolade-skarðið (2550 m) og þaðan niður til Vaelkessel í Rotwand-skálann þar sem stoppað er hjá góðum vinum. Þá er farið yfir Hirzelsteig-stíginn og framhjá Christomannos Denkmal. Eftir jafnsléttunni er svo haldið í næsta náttstað, Kölner-fjallaskálann (2337 m).
Hækkun: 400 m, lækkun: 400 m, göngutími: 4 klst.
7. dagur: König Laurin Steig
Frá Kölner-skálanum er gengið eftir Mesner engjunum og á söguslóðum eftir hinum nýja König Laurin Steig-stíg sem leið liggur til Haniker Schwaige. Hér er staður og stund til þess að njóta þess að vera til í miðri náttúrunni. Þá liggur leiðin í gegnum Purgametschtal og heim á Hotel Vajolet.
Hækkun: 100 m, lækkun: 800 m, göngutími: 3 og hálf klst.
8. dagur: Brottför
Árlamorguns, eftir morgunmat, rúta til München og flug til Íslands.
SKILYRÐI:
Létt ganga, göngufólk þarf að vera í nokkuð góðu formi, geta gengið 3 tíma á dag án mikillar hvíldar.
Göngufatnaður, gönguskór, regnfatnaður, sólaráburður og Aftersun, léttur bakpoki, drykkjarflaska, náttfatnaður, snyrtiveski, handklæði, lítið fyrstu hjálpar-sett, blöðruplástrar, smá snarl, eyrnatappa. Í skálunum er ekki tekið við kortum, einungis seðlum og mynt svo best er að hafa lausafé á sér.
ATH. !
Ekki er gengið stöðugt allann tímann, það eru teknar góðar hvíldir inn á milli og gönguleiðsögumenn haga hraða göngunnar eftir getu hópsins.
Gengið með bakpoka sem tekur það sem fólk þarf fyrir 6 daga göngu. Ekki þarf að vera með svefnpoka með sér eða mikinn fatnað þar sem aðstaða til þvotta og þurrkunar er mjög góð í fjallaskálunum, þá þarf ekki að ganga með nesti með sér frekar en fólk vill, t.d. er stoppað í fjallaskálum á hádegi þar sem fólk getur keypt sér mat og drykki að eigin vild. Þó skildi taka með sér drykkjarföng. Ætli fólk sér að framlegja ferðina þá er aðstaða til að geyma farangur sem tilheyrir ekki göngunni á hótelinu, en gist er á sama hóteli fyrsta og síðasta daginn.
Í fjallaskálunum er:
Aðstaða til að þvo (þvottavélar) og þurrka föt, svo það á að nægja að vera með góðan léttan göngufatnað sem auðvelt er að þvo og þurrka.
Sturtur, þarf að nota mynt í þær (evrur)
Uppbúin rúm með ýmist sængum eða svefnpokum (allt hreint og snyrtilegt) svo fólk þarf ekki að taka með sér svefnpoka í gönguna.
Hádegisverð, snarl og drykki til að hafa með á göngunni er hægt að kaupa á leiðinni ýmist í fjallaskálunum eða þorpunum á leiðinni en passað er að vera á þeim stöðum á hádegi og þá getur fólk fengið sér hádegisverð að eigin vali á eigin kostnað.
Fjallaleiðsögufólk áskilur sér rétt til að breyta ferðatilhögun m.a. af öryggisástæðum og vegna veðurs komi til þess.
Innifalið í verði:
· Flug til og frá München
· Rúta til og frá flugvelli
· 2 nætur í hálfu fæði á 3ja stjörnu 2ja manna herbergjum (salerni, sturta, sjónvarp)
· 5 nætur í hálfu fæði í fjallaskálum, gist í gistirýmum með fleirum
(einhverjir skálarnir eru þó með 2ja manna herbergjum)
· Morgunmatur og kvöldmatur
· Allar rútu- og bílferðir sem nefndar eru í ferðalýsingu (nema almenningssamgöngur)
· Öll fararstjórn og gönguleiðsögn með vottuðu fjalla- og gönguleiðsögufólki
· Skipulagning
Ekki innifalið í verði:
· Hádegisverður
· Drykkir
· Kláfar, söfn og aðrar almenningssamgöngur
Einhverjar spurningar? Hafðu þá samband á [email protected] eða í síma 8484712